Danski seðlabankinn hefur enn á ný lækkað innlánsvexti sína og í þetta sinn um 0,25 prósentur. Eru innlánsvextirnir nú neikvæðir um 0,75%. þetta er fjórða vaxtalækkunin á átján dögum og tekur hún gildi á morgun. Aðrir vextir bankans eru óbreyttir.

Markmiðið með lækkunum danska seðlabankans er að viðhalda stöðugu gengi gagnvart evru, en gengi evrunnar hefur lækkað hratt undanfarið, ekki síst vegna yfirvofandi skuldabréfakaupa evrópska seðlabankans.