Straumur Burðarás Fjárfestingarbanki á nú í viðræðum við áhugasama fjárfesta að danska verslunarrisanum Magasin Du Nord.

Eftir því sem komist verður næst eru það einkum danskir fjárfestar sem hafa áhuga á félaginu og sagðist Jón Björnsson, forstjóri Magasin, telja að það gæti verið mjög heppilegt að félagið færi í hendur danskra eigenda.

Að sögn Georgs Andersen, upplýsingafulltrúa Straums, lá vinna við söluna niðri í kjölfar yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi en hún væri nú komin af stað aftur.

„Þetta heldur nú áfram samkvæmt aðeins seinkaðri áætlun en það hafa margir sýnt þessu áhuga,“ sagði Georg.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .