Verð á hráolíu féll um 1% og Bandaríkjadollar styrktist gagnvart helstu gjaldmiðlum í Asíu eftir að Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti að Osama bin Laden hafi verið drepinn af hermönnum í Pakistan.

Þá lækkaði verð á gulli. Hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hækkuðu í kjölfar tilkynningarinnar og stefnir í að hlutabréf muni hækka við opnun markaða vestanhafs í dag.

Sérfræðingur sem Financial Times ræðir við um mikil viðbrögð á mörkuðum segir að markaðsaðilar líti á dauða Bin Ladens og telji að verulega dragi úr hættu á hryðjuverkaárásum. Þá sé ákveðinni tegund af áhættu sem fylgdi eytt og því hafi áhættuálag lækkað við fregnirnar.