Fjárfestar virðast vera komnir í sumargír þessa dagana, því lítið er um viðskipti í Kauphöll Íslands um þessar mundir. Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,64% í dag og endaði í 1.174,24 stigum. Vísitalan hækkaði í gær um 0,15%.

Icelandair og HB Grandi virðast hafa haft þessi áhrif á vísitöluna. Icelandair lækkaði nefnilega um 1,69%, HB Grandi um 1,39%. Einnig lækkaði N1 um 0,81% og Tryggingamiðstöðin um 0,95%. Fyrir utan þessar hreyfingar var lítið um viðskipti.

Einu hækkanir dagsins voru á fasteignafélögunum Eik og Reginn. Gengi bréfa í Eik hækkaði um 0,68%. Reginn hækkaði um 0,44%.

Meiri áhugi virðist hins vegar vera á skuldabréfum. Aðalvísitala skuldabréfa Nasdaq Iceland hækkaði um 0,13% og stendur hún nú í 1.174,24 stigum. Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,13% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,11% og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,17%.