Söngvarinn David Bowie lést í morgun, 69 ára að aldri. Í fréttatilkynningu sem var gefin út í kjölfar andlátsins kemur fram að dánarorsökin hafi verið krabbamein sem hann hafði barist við í 18 mánuði. Það hafði ekki verið gert opinbert að Bowie hafi háð baráttu við krabbamein en þó hefur verið uppi orðrómur um að hann hafi ekki verið heilsuheill.

Fyrsta plata Bowie kom úr árið 1972 en hún bar heitið The Rise and Fall og Ziggi Stardust and the spiders from mars . Platan innihélt smelli á borð við Let's Dance, Space Oddity, Heroes, Under Pressure, Rebel, Rebel, Life on Mars og Suffragette City. Nýjasta plata Bowie, Blackstar, kom út síðasta föstudag, en henni hefur verið vel tekið.

BBC hefur skrifað minningargrein um Bowie þar sem er farið er yfir feril hans og persónu, en hana má lesa hér .