Davíð Helgason, stofnandi Unity, keypti í síðasta mánuði Steinavör 10 á Seltjarnarnesi á 500 milljónir króna.

Steinavör 10 stendur á lóð sem skráð er 5.000 fermetrar og nær frá veginum Suðurströnd og út að sjó.Í fasteignaauglýsingu eignarinnar kom fram að mögulegt væri að skipa lóðinni upp í fleiri lóðir með samþykki skipulagsyfirvalda.

Steinavör 10 er við hlið Hrólfsskálavarar 2, sem Davíð keypti í nóvember í fyrra af Arion banka á 563 milljónir króna. Það hús er alls 630 fermetrar, en bankinn eignaðist húsið í tengslum við skuldauppgjör við Skúla Mogensen, stofnanda Wow air, fyrr á árinu 2020.

Við Steinavör 10 stendur einbýlishús byggt árið 1952 og er fasteignamat hússins 98 milljónir króna.

Davíð, sem hefur lengst af verið búsettur erlendis, hefur boðað frekari fjárfestingar á Íslandi í nýsköpunartengdri starfsemi.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .