Það er skammt öfgana á milli á hlutabréfamörkuðunum og það á ekki hvað síst við um þann þýska. Eftir mikla lækkun í gær eða um 4,6% hefur allt verið upp á við í dag og það hressilega. Skömmu fyrr kl. tvö að þýskum tíma hafði DAX-vísitalan hækkað um 5,7% og meðal þeirra fyrirtækja sem hækkuðu mest voru Siemens og fjármálafyrirtækja sem hafa fengið harða útreið að undanförnu.

Engu að síður er staðansú að DAX-vísitalan hefur lækkað um 16% það sem af er þessu ári og það þýðir að markaðsvirði þeirra 30 félaga sem mynda DAX-vísitöluna hefur lækkað um 192 milljarða evra eða um 18.720 milljarða íslenskra króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem hafa lækkað mest í evrum talið eru þekkt nöfn á borð við Siemens, Daimler, Allianz, Deutsche Bank og Bayer.