Líftæknifyrirtækið deCODE hefur ákveðið að gefa út skuldabréf með breytirétti í hlutafé, en félagið mun nýta fjármagnið til lyfjaþróunar. Fyrirækið greindi frá útgáfunni í Bandaríkjunum í gær.

Stærð útgáfunnar hefur ekki verið ákveðin og fer eftir markaðsaðstæðum, segir deCODE. Hægt verður að breyta bréfunum í hlutafé á 14 Bandaríkjadali á hlut.