Í dag stóð Landssamband Sjálfstæðiskvenna fyrir hádegisfundi á Nauthól undir yfirskriftinni Deilihagkerfið - Nýr veruleiki í Viðskiptum. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Jökull Sólberg stofnandi Lemonade fluttu erindi á fundinum. Þau bentu bæði á að brýnt væri að endurskoða regluverkið í kringum það, flækjustigið væri einfaldlega of mikið.

Í erindi Ásdísar, „Deilihagkerfi: Tækifæri eða ógnanir?“, sagði hún að deilihagkerfið væri komið til að vera og benti á fjölmarga kosti þess. Það auki framleiðni þar sem það byggir fyrst og fremst á hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta. Gæði sem áður voru lítið eða illa nýtt fá nýjan tilgang og verðmætasköpun eykst. Aukin hagkvæmni dregur úr sóun verðmæta og verndar um leið umhverfið. Deilihagkerfið ýti undir nýsköpun og eykur fjölbreytni í framboði vöru og þjónustu. Hún benti á að uppgangur deilihagkerfisins snerti alla.

Ásdís ræddi einnig um gagnrýni á deilihagkerfinu sem snýst um eftirlit, skipulagsmál og regluverk. Fyrirtæki í deilihagkerfinu geta náð samkeppnisforskoti á röngum grunni, því þau greiða ekki sömu skatta og gjöld til samfélagsins. Eftirlitið snúist um að tryggja það að allir borgi skatta og gjöld. Þegar kemur að skipulagsmálum eru áhyggjur hafðar af því að íbúar víki fyrir hótelum og gistheimilum. Gífurleg fjölgun ferðamanna hefur valdið miklum breytingum á landinu öllu. Breytingin er þó mest tilfinnanleg miðsvæðis í Reykjavík.

Ásdís ítrekaði í erindu sínu að regluverkið í kringum deilihagkerfið væri þannig að flækjustigið væri of mikið. Ferlið að sækja um leyfi til heimagistingar væri til dæmis og flókið. Ef flækjustigið er of mikið munu einstkalingar ekki nenna að sækja um þessi leyfi. Varast skal of mikið eftirlit og íþyngjandi regluverk því slík þróun geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir alla.

Nýtt frumvarp gengur ekki nógu langt

Um þessar mundir liggur frumvarp fyrir um breytingu á lögum til að minnka flækjustigið sem mun leyfa fólki að leigja út íbúðir sínar í átta vikur samtals á ári hverju.

Ásdís velti fram spurningunni um af hverju þetta væru átta vikur, hvað gerist svo. Af hverju væri einstaklingi ekki leyft að leigja út sína eigin íbúð eins lengi og hann vill. Hún sagði að hugssanlega væri ekki verið að breyta regluverkinu nógu mikið. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ólöglega starfsemi í skjóli deilihagkerfis. En við þurfum að finna milliveg.“ Hún benti á að Ísland er neðarlega á listum um samkeppnishæfni þegar metið er laga og regluumhverfi fyrirtækja.

„Í grunninn er verið að endurskoða regluverkið vegna þess að það eru margir sem misnota þá möguleika sem deilihagkerfið skapar, þ.e. einstaklingar sem fara ekki að lögum og stunda atvinnustarfsemi undir nafni heimagistingar. Slík endurskoðun getur þó einnig þrengt að þeim einstaklingum sem fara að lögum og reglum. Nýtt frumvarp gerir ráð fyrir að einstaklingar megi leigja eign sína í átta vikur en að þeim tíma liðnum flokkast slíkt ekki lengur undir heimagistingu heldur atvinnurekstur. Ég sé ekki að við séum að taka á meginvandanum og óttast að slík breyting muni ekki hafa tilætluð áhrif. Við eigum að fagna tilkomu deilihagkerfis en ekki hamla vexti þess. Of mikið eftirlit og íþyngjandi regluverk hefur neikvæðar afleiðingar fyrir alla.“ Sagði Ásdís

Aðspurð um hvernig hún sæi fyrir sér einföldun á kerfinu segir Ásdís að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir útvíkkun á skilgreiningu heimagistingar. Gert er ráð fyrir að einstaklingar geti nú leigt út lögheimili sitt auk einnar annarrar fasteignar í eigu viðkomandi, t.d. sumarhús, sem er jákvæð þróun. Hins vegar finnst mér undarlegt að settar séu skorður við átta vikur og að þeim tíma liðnum beri einstaklingum skylda að hafa rekstrarleyfi eins og aðrir sem hafa gististarfsemi að aðalstarfsemi" segir Ásdís. Við þurfum að gæta að hagsmunum heildarinnar. Kostir deilihagkerfis eru margir. Þegar einstaklingi gefst kostur á að leigja út íbúð sína þegar hún er ekki í eigin notkun þá er sá aðili að nýta eign sína betur. Það eykur bæði verðmæti hennar og dregur úr sóun, öllum til heilla. Fyrst og fremst þurfum við að tryggja að skattar og gjöld skili sér til samfélagsins en ég óttast að þessi endurskoðun muni ekki leysa þann vanda segir Ásdís

Jökull Sólberg stonandi Lemonade flutti erindið Deilihagkerfið og þjóðfélagslegur ábati þeirra. Í því tók hann undir með Ásdísi og sagði rekulverkið hér á landi vera úrelt. Einstaklingar bera illa flækistig reglugerða. „Við eigum ekki að vera með regluverk hér á landi sem þarf lögfræðing til að skilja,“ sagði Jökull.