Hinn þýski DekaBank fer fram á að íslenska ríkið greiði sér um 62 milljarðar króna, eða 338 milljónir evra, auk dráttarvaxta í skaðabætur vegna setningu neyðarlaganna og annarra aðgerða stjórnvalda í tengslum við bankahrunið. Málið var þingfest í nóvember og verður tekið fyrir 14. desember næstkomandi. Ríkislögmaður hefur skilað greinargerð í málinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Eggert Óskarsson héraðsdómari mun dæma í málinu. Ragnar Aðalsteinsson sækir málið fyrir hönd Dekabank.

Getur orðið einn af eigendum Íslandsbanka

DekaBank er einn stærsti banki Þýskalands. Hann var einnig á meðal stærstu lánveitenda Glitnis banka áður en að hann féll í október 2008. Bankinn er einn þeirra alþjóðlegu kröfuhafa Glitnis sem hafa þann valkost að gerast hluthafar í Íslandsbanka á grundvelli samkomulag sem gert var við íslenska ríkið. Samkvæmt kröfulista í bú gamla Landsbankans gerði DekaBank einnig um 70 milljarða króna í þrotabúið.