Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun á næstunni bjóða rúmlega helmingi starfsmanna sinna eða 30.000 manns starfslokasamning.

Ekki er um uppsagnir að ræða heldur kýs félagið að gera starfslokasamning við starfsmenn sína kjósi þeir svo. Hjá Delta starfa um 55 þúsund manns.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að millistjórnenda- og stjórnendastörfum verði fækkað um 700 á næstunni.

Delta Air Lines stóð nýlega í samningaviðræðum við Northwest Airlines um sameiningu en af því hefur ekki orðið og greinir Reuters fréttastofan frá því að viðræður hafi runnið út í sandinn. Ef af hefði orðið hefði hið nýja flugfélag orðið það stærsta í heimi.