Bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa lagt blessun sína yfir yfirtöku flugfélagsins Delta Air Lines á Northwest Airlines.

Með samruna fyrirtækjanna tveggja verður til stærsta flugfélag heims en Delta mun greiða um 2,6 milljarða Bandaríkjadali fyrir félagið.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur nú í sex mánuði haft til skoðunar samruna félaganna en talið var að sameiningin gæti skekkt samkeppni milli flugfélaga vestanhafs.