Körfuknattleiksmaðurinn fyrrverandi, Dennis Rodman, kom til Norður Kóreu í dag. Þetta er önnur heimsókn hans til landsins en hann ætlar að hitta Kim Jong-un einræðisherra.

Áður en Rodman lenti í Pyongyang sagði hann að heimsóknin til Kims, vinar sins, væri hluti af ferð sinni sem erindreka körfuboltans. Hann sagði fjölmiðlamönnum að hann myndi ekki ræða mál hins ameríska Kenneth Bae við Kim, en Bae situr í fangelsi í Norður-Kóreu.

Rodman heimsótti Kim fyrst í mars síðastliðnum þegar hann var að taka upp heimildarmynd þar með bandarískju fjölmiðlafyrirtæki. Hann var þá í för með Harlem Globetrotters körfuboltaliðinu.

BBC greindi frá.