Deutsche Bank mælir með sölu á bréfum í pólska símafélaginu Netia í kjölfar kaupa Novator Telecom Poland á 13% hlut í félaginu. Novator Telecom Poland er félag sem stjórnað er að Björgólfi Thor Björgófssyni og stefnir félagið að því að eignast 25% hlut í Netia.

Í greiningarskýrslu Deutsche Bank segir að ólíklegt sé að von sé á öðru kauptilboði frá Novator og að hækkun á gengi bréfanna um 25% á síðustu vikum megi rekja til væntinga um kauptilboð frá þriðja aðila.

Kauptilboð Novator Telecom Poland hljóðar upp á 6,15 pólska zloty á hlut, sem er um 8% yfir verði hvers hlutar við lokun markaðar á föstudaginn síðastliðinn. Reikna má með að kauptilboð Novators til að auka hlut sinn í 25% verði á sama gengi.

Gengi bréfa Netia hækkaði um 1,8% í kauphöllinni í Varsjá í dag og var gengi bréfanna 5,8 pólska zloty á hlut við lokun.