Þýski bankinn Deutsche Bank skilaði tapi upp á 92 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi, en það jafngildir um 14 milljörðum íslenskra króna. Er þetta töluverður viðsnúningur frá sama tímabili á síðasta ári þegar bankinn hagnaðist um 51 milljón evra. BBC News greinir frá.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að hann hafi á tímabilinu lagt 894 milljónir evra til hliðar vegna lögfræðitengds kostnaðar og það hafi haft slæm áhrif á uppgjörið. Einnig var tilkynnt að Stefan Krause, fjármálastjóra bankans, verði skipt út fyrir Marcus Schenk, sem unnið hefur fyrir keppinautinn Goldman Sachs.