Fransk-belgíski bankinn Dexia er langt kominn með sölu á starfsemi sinni í Lúxemborg að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Þar er haft eftir Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar að það sé alþjóðlegur fjárfestir sem vilji kaupa starfsemi en kaupverð er ekki gefið upp.

Dexia hefur lent í miklum rekstrarvanda í kjölfar skuldakreppunar í Evrópu og rambaði bankinn á barmi gjaldþrots uns yfirvöld í Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg sögðust mundu tryggja áframhaldandi starfsemi hans.