*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 4. október 2019 17:15

Disney bannar Netflix auglýsingar

Disney hefur ákveðið að banna auglýsingar frá Netflix á öllum sínum miðlum. Disney setur eigin streymisveitu í loftið í nóvember.

Ritstjórn
Reed Hastings, forstjóri Netflix.
epa

Disney hefur ákveðið að banna auglýsingar frá Netflix á öllum sínum miðlum. Ákvörðunin þykir til marks um harðnandi samkeppni meðal streymisveita. WSJ greinir frá.

Netflix varði 1,8 milljörðum dollara í auglýsingar á síðasta ári. Af sjónvarpsauglýsingum Netflix á síðasta ári voru 13% hjá fyrirtækjum í eigu Disney. 

Fjöldi nýrra streymisveita eru í undirbúningi, í beinni samkeppni við Netflix. Búist er við að Disney, Comcast & AT&T munu verja hundruð milljónum dollara í að auglýsa eigin streymisveitur á næstunni. Disney og Apple mun setja eigin streymisveitur í loftið í nóvember.

Sífellt minna efni frá Disney má finna á Netflix þar sem Disney vill fremur sýna efnið á sinni eigin streymisveitu Disney+. Netflix hefur gefið út að ef verulega verði dregið úr möguleikum þeirra til að auglýsa gæti það gert fyrirtækinu erfiðara um vik að laða til sín nýja áskrifendur.