Dmitry Medvedev er með 66,5% atkvæða í rússnesku forsetakosningunum eftir að 30% atkvæða hafa verið talin. Medvedev, sem er aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Pútíns forseta og nýtur stuðnings hans, var fyrirfram talinn öruggur sigurvegari í kosningunum. Þessar tölur virðast staðfesta kannanir sem bentu til að hann mundi vinna með yfirburðum.