dohop.com kynnti nýjustu útgáfuna af flugleitarvél fyrirtækisins í Bandaríkjunum í dag, segir Business Wire. Á dohop.com er bæði hægt að leita að flugum innan Bandaríkjanna og utan.

Yfir 660 flugfélög eru skráð í leitarkerfið og allir netnotendur geta nýtt þjónustuna sér að kostnaðarlausu.

?Fyrir hvaða ferðalag sem er innan Bandaríkjanna eru yfirleitt yfir hundrað valmöguleikar," segir Frosti Sigurjónsson, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. ?dophop.com aðstoðar ferðamenn í því að velja bestu mögulegu flugleiðina."

dohop.com sýnir verð frá flugfélögum og ferðaskrifstofum. Þaðan er síðan hægt að fara á heimasíður þeirra og bóka flug.