„Þótt allt eigi að vera tilbúið getur farið svo að menn sjá einhverja hnökra sem þarf að lagfæra. Þetta eru smáatriði sem þörfnuðust lagfæringar en náðist ekki að klára,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, spurður um ástæðu þess að dómi í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, sem falla átti um fjögurleytið í dag var frestað.

Þorsteinn segir þetta mjög sjaldgæft en geti þó komið upp líkt og nú.

Hann bendir á að um tæknilegt atriði hafi verið að ræða sem steytti á.

Dómur verður kveðinn upp í máli Baldurs klukkan 13:30 á morgun.