Carnitech A/S dótturfélag Marel hf hefur í dag miðvikudaginn 7. september 2005 undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Dantech Food PTE Ltd í Singapore. Velta Dantech á árinu 2004 var um 370 milljónir króna og byggðist á sölu á lausfrystum og tækjabúnaði fyrir heitsjávarrækjuvinnslur. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Með kaupunum er stefnt að því að ná samlegðaráhrifum með Dantech og Carnitech segir í tilkynningu Marels til Kauphallarinnar. Sá hluti Carnitech sem hefur sambærilegt vöruúrval Dantech verður sameinaður Dantech og stjórnun einingarinnar og megin hluti framleiðslu færður til Singapore. Núverandi eigendur og stjórnendur Dantech munu starfa áfram hjá fyrirtækinu.

Nánari upplýsingar gefur Hörður Arnarson, forstjóri Marel hf.