Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í fyrsta skiptið yfir 20.000 í dag og rauf þar með múrinn sem hún hefur daðrað við undanfarna daga.

Vísitalan hefur verið á bullandi siglingu upp á við frá því að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og virðist markaðurinn búast við því að hann komi til með að hafa góð áhrif á efnahagslífið, t.d. með skattalækkunum og auknum framkvæmdum innanlands.

Á síðastliðnu ári hefur vísitalan lægst verið um 15.500, fyrir um ári síðan, og hefur hún því hækkað um 29 prósent á þeim tíma.