Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í dag yfir 12 þúsund stig í fyrsta skipti frá haustinu 2008 þegar bankakreppan hófst.

Vísitalan hefur lækkað aftur niður fyrir 12 þúsund, fór hæst í 12.013 og er nú 11.991.  Hækkunina má m.a.rekja til ræðu Barack Obama í nótt þegar hann sagðist ætla að fækka undanþágum en í staðinn lækka skatta á fyrirtæki.

Einnig hafa sum fyrirtæki skilað ágætum uppgjörum eftir lokun markaða í gær, þar á meðal  eru DuPont, Home Depot og Microsoft. Önnur uppgjör hafa verið undir væntingum markaðsaðila, s.s.Boeing og Xerox.