Þann 1. mars næstkomandi býður Landsbankinn til opinnar ráðstefnu um stöðu og þróun markaða. Fjallað verður um yfirstandandi sviptingar á erlendum mörkuðum, áhrif þeirra hérlendis og endurreisn íslensks atvinnulífs, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Gestafyrirlesari verður dr. Martin Feldstein, hagfræðiprófessor við Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Feldstein er þekktur hagfræðingur og starfaði meðal annars sem sérfræðingur forseta í valdatíð Ronalds Reagan. Þá hefur hann verið ráðgjafi í ríkisstjórn bæði George Bush og Baracks Obama. Theo Hoen, forstjóri Marels, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, halda einnig erindi á ráðstefnunni.