Berlingske tidende (BT) heldur áfram að tala um fríblaðastríðið í Danmörku í dag á heimasíðu sinni en mikið hefur verið fjallað um málið í Danmörku síðustu daga , nú þegar fríblöðin Dato og 24Timer hafa byrjað að koma út og útgáfa fríblaðs Dagsbrúnar, Nyhedsavisen, er langt á veg komin.

BT segir í dag að dramatískasti kafli fríblaðastríðsins sé hafin nú þegar að komið hefur í ljós að tap Dagsbrúnar fyrir fyrstu sex mánuði árins nam 1,5 milljarði króna. BT telur að í kjölfar slæmrar afkomu hafi Dagsbrún ákveðið að fá fleiri fjárfesta í lið með sér til að standa að baki útgáfunni.

Dagsbrún tilkynnti á miðvikudaginn um stofnun sjálfstæðs fjárfestasjóðs sem mun halda utan um útgáfu Nyhedsavisen og að auki kanna möguleika á útgáfu fríblaða í öðrum löndum þegar fram líða stundir. Dagsbrún hefur lagt 600 milljónir í sjóðinn en alls hafa safnast 4,1 milljarður sem er 70% af þeim heildarfjármunum sem stefnt er að sækja með þessum hætti.

BT segir í dag að fjármögnun útgáfu Nynhedsavisen sé nú afar óljós og að ekki sé útlit fyrir að fjárfestar hafi áhuga á að setja pening í verkefnið þar sem samkeppni á þessum markaði sé nú afar hörð og útlit fyrir að ekki sé um grösugan garðinn að gresja. BT segir einnig frá að auglýsendur sem áður höfðu ákveðið að auglýsa í nýja fríblaðinu sú orðnir afar tvístígandi um hvort þeir komi til með að kaupa auglýsingar í Nyhedsavisen vegna sem efasemdir um að blaðið komi til með að líta dagsins ljós.

Enn er ekki komin föst dagsetning fyrir fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen en blaðið mun byrja að koma út með haustinu og verður dreift í 700-900 þúsund eintökum hvern morgun sex daga vikunnar. ? kostnaðurinn af þessari umfangmiklu dreifingu liggur hjá nýstofnaða fyrirtækinu Morgendistribution sem Post Danmark á 49% hlut í. Post Danmark vill ekki leggja meira fé í verkefnið þrátt fyrir að Dagsbrún virðist nú eiga í töluverðum vandræðum" segir í BT í dag.

Haft er eftir Gunnari Smára Egilsyni forstjóra Dagsbrúnar í sömu grein að hann sé fullur bjartsýni og að blaðið muni koma út eins og áður var fyrirhugað. BT segir jafnframt að Gunnar Smári gefi enn ekki uppi hvaða fjárfestar komi að verkefninu en hverjir þessir fjárfestar eru hefur verið tilefni töluverðra vangaveltna í Danmörku.

Forstjóri 365 Scandinavia í Danmörku Svenn Dam segir einnig að blaðið muni koma út og að allt gangi samkvæmt áætlun og að hann sé sannfærður um að Nyhedsavisen verði eftir nokkur ár virkilega góð fjárfesting með sterkan rekstur. "Við erum með fjársterka aðila bak við okkur" segir Svenn Dam í BT , hann segir það af og frá að Dagsbrún hafi fengið bakþanka varðandi útgáfu Nyhedsavisen

BT greinir einnig frá að Baugur Group hafi nú í morgun tilkynnt út að félagið sé tilbúið að leggja til 100 milljónir danskra króna í sjóðinn (1,1 milljarður króna) ef einhver skortur verður á áhugasömum fjárfestum.
"Fjármögnunin er trygg og nú þegar hefur 70% af fé sjóðsins verið sótt til fjárfesta " segir Þórdís Sigurðardóttir stjórnarformaður Dagsbrúnar í viðtali við BT