Dráttarvextir lækka um 4% nái stjórnarfrumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpinu er þannig ætlað að koma til móts við fjölskyldur og heimili í landinu í kjölfar fjármálakreppunnar.

Í tilkynningu Seðlabanka Íslands frá 26. nóvember 2008 kemur fram að dráttarvextir séu 26,5% til og með 31. desember 2008. Er grunnur dráttarvaxta 15,5% og vanefndaálag 11%.

Nái frumvarpið hins vegar fram að ganga leiðir það til þess, eins og áður sagði, að dráttarvextir lækki um 4% frá því sem annars væri.

Frumvarpið í heild má sjá hér .