Spánverjar hafa ástæðu til að gleðjast yfir fleiru en eldheitu fyrsta sætinu í EM um helgina. Atvinnulausum fækkaði talsvert í nýliðnum mánuði. Það mælist nú rétt um 22% og er það rúmlega 2% meiri atvinnuþátttaka en í maí. Tölurnar jafngilda því að rétt um 100 þúsund manns hafi fengið starf í mánuðinum.

Atvinnuleysi hefur aldrei dregist jafn mikið saman á Spáni. Þróunin skrifast á tiltölulega gott ferðasumar á Spáni og aukinn fjölda ferðamanna.

Atvinnuleysi fólks undir 25 ára aldri en enn mjög hátt en helmingur þess er án atvinnu.

Atvinnuleysi á Spáni er þrátt fyrir þetta með því hæsta á evrusvæðinu. Atvinnuleysistölur fyrir evrusvæðið voru birtar í gær. Það skreið yfir 11% í maí og hefur aldrei verið meira.