Umferð dregst saman á talningarstöðum Hringvegar

Enn dregur til muna úr umferð á þeim 14 talningarstöðum sem bornir eru saman á Hringvegi.

Meðalumferðin í október 2008 var 9% minni en á sama tíma árið 2007 og 4,4% minni en fyrir tveimur árum, eða árið 2006.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Ef farið er enn lengra aftur í tímann er meðalumferðin í október þó 9,4% meiri en í sama mánuði árið 2005.

Þá kemur fram að ef horft er til staðsetningar teljara eftir landshlutum og borin er saman meðalumferð í október 2007 og 2008 má sjá að samdrátturinn er í öllum landshlutum:

  • Suðurland -10,9%
  • Höfuðborgarsvæðið -6,7%
  • Vesturland -11,4%
  • Norðurland -16,2%
  • Austurland -9,3% (ath. aðeins einn teljari á bak við þessa tölu)

Sjá nánar vef Vegagerðarinnar.