Þýska Ifo-væntingarvísitalan, sem mælir væntingar viðskiptalífsins í Þýskalandi, lækkaði um um þrjá punkta á milli mánaða og stendur hún nú í 106,9 stigum. Þetta er meiri lækkun en búist var við. Vísitalan hefur hækkað síðasta hálfa árið.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingnum Kai Carstensen, að vandræðagangurinn á evrusvæðinu, sigur sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi og óvissa um horfur í heimshagkerfinu eigi stóran þátt í því að vísitalan lækkaði. Hann segir forvitnilegt að fylgjast með því hverjar væntingarnar verða á næstu mánuðum og geti framvindan á evrusvæðinu næstu vikurnar skorið úr um það hvort þeir 7.000 stjórnendur í þýsku viðskiptalífi sem þátt tóku í könnuninni, verði bjartsýnni eða svartsýnari.