Verðbólga mælist nú 5,2%, samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Samkvæmt þeim hélst vísitala neysluverðs óbreytt á milli mánaða í 384,6 stigum. Verðbólga var 5,3% í síðasta mánuði.

Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar að kostnaður vegna eigin húsnæðis hafi hækkað um 1,0% á milli mánaða. Þar af voru 0,15% áhrif af hækkun markaðsverðs en -0,03% af lækkun raunvaxta. Verð dagvöru lækkaði um 0,6% á milli mánaða.

Verðbólga án húsnæðis mælist 4,7% nú. Undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 1,0% sem jafngildir 3,9% verðbólgu á ári.