Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 3,33% í dag og endaði í 1,777 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 5,45% frá áramótum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 4,10% í 1,2 milljarða króna viðskiptum. Verð á hvern hlut Icelandair er þá 33,90. Einnig lækkaði gengi bréfa Marel um 4,04% í 376 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlut er þá 225,50. Einnig lækkaði gengi Haga um 3,35% í 287 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlut er þá 46,15.

Ekki varð nein hækkun á gengi hlutabréfa í dag. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag stafar lækkunin  líklega af ástandi heimsmarkaðs hlutabréfa, en miklar lækkanir í Asíu hafa haft veruleg áhrif á bandarísk og evrópsk hlutabréf.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 3,18 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 16,3 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 3,2% í dag í 3,2 viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,5% í dag í 14,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 2,2 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 12,2 milljarða króna viðskiptum.