Dýrasta einbýlishús í sögu Bandaríkjanna rís nú í bænum Bel Air, nærri Los Angeles í Kaliforníu. Uppsett verð er 500 milljónir dollara eða jafnvirði um 66 milljarða króna.

Í húsinu verður 800 fermetra næturklúbbur, spilavíti og 45 manna bíósalur. Þar verða einnig þrjár utanhússsundlaugar, tennisvöllur, keilusalur, spa og líkamsrækt með innanhússsundlaug.

Stærsta svefnherbergið í húsinu verður 460 fermetrar. Sérstakt íhugunarherbergi verður í húsinu þar sem þrír veggjanna og loftið eru eitt stórt fiskabúr. 8 svefnherbergi verða fyrir bryta.

Áætlaður byggingarkostnaður nýbyggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er um 1,4 milljarðar króna. Því mætti reisa um 47 slíkar byggingar fyrir sömu fjármuni og húsið veglega á að seljast á.