Rannsóknarhúsið Borgir við Háskólann á Akureyri er of dýrt húsnæði fyrir Fiskistofu, segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Þetta kemur fram í Vikudegi. Þar kemur fram að Borgir hafi verið nefndar sem hugsanleg staðsetning. Þrátt fyrir að lagaleg óvissa sé um tilfærsluna þá sé verið að vinna að flutningunum norður. Eyþór segir málið þó í hægri vinnslu.

Í sumar f jallaði Viðskiptablaðið um leiguverð sem ríkisstofnanir greiða í leigu á Borgum sem er um 4.350 krónur á mánuði fyrir hvern fermetra.