Sjóðir Eaton Vance minnkuðu hafa minnkað við hlut sinn í Sjóvá. Sjóðurinn fór niður fyrir fimm prósenta markið í gær að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samkvæmt hluthafalista Sjóva var Eaton Vance með í kringum fimm og hálft prósent í gegnum tvo sjóði sína. Eftir viðskipti gærdagsins nemur hlutur þeirra 4,35%.

Minnst tíu milljónir hluta, sem áður voru í eigu sjóðsins, skiptu um hendur í gær. Miðað við gengi bréfa í Sjóvá má áætla að um rúmlega 156 milljóna króna viðskipti hafi verið að ræða.