Gengi hlutabréfa í uppboðsfyrirtækinu eBay hækkaði um 6,8% innan dags í dag eftir að frétt birtist á vefsíðunni The Information um að fyrirtækið gæti hugsanlega selt dótturfyrirtækið PayPal og að salan gæti farið fram á næsta ári.

Í frétt The Information segir að eBay leiti nú að nýjum forstjóra PayPal og að umsækjendum hafi verið sagt að til greina komi að selja fyrirtækið.

Fjárfestirinn Carl Icahn hefur undanfarið barist fyrir því að eBay selji dótturfyrirtækið, að því er kemur fram í frétt Bloomberg um málið.