*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 26. maí 2018 16:01

Edda hagnast um 148 milljónir

Edda hefur fengið á annan milljarð fyrir hlut sinn í Dominos en afskrifað fjárfestingu sína í Marorku að fullu.

Ingvar Haraldsson
Hannes Frímann Hrólfsson er framkvæmdastjóri eignarstýringar Kviku.
Haraldur Guðjónsson

Framtakssjóðurinn Edda hagnaðist um 148 milljónir króna á síðasta ári og 1,6 milljarða árið 2016. Sjóðurinn er nær alfarið í eigu lífeyrissjóða og í stýringu hjá Kviku banka.

Edda hefur fjárfest fyrir 2,4 milljarða í Securitas, Íslandshótelum, Dominos á Íslandi og Marorku. Edda fékk ríflega 1,2 milljarða fyrir sölu á hlut í Dominos á árunum 2016 og 2017 en seldi hlutinn að fullu í byrjun þessa árs.

Sjóðurinn afskrifaði fjárfestinguna í Marorku en móðurfélag Marorku var lýst gjaldþrota fyrr á þessu ári.

Stikkorð: Marorka Dominos Edda Securitas