Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bretlandi (FSCS) áætlar að tap hans vegna Edge-reikninga Kaupþings Singer&Friedlander (KSF), dótturbanka Kaupþings, og annarra innstæðna bankans verði á bilinu 231 til 330 milljarðar króna þegar að eignir verði að fullu búnar að ganga upp í þann kostnað. Þetta kemur fram í samantekt FSCS frá því í desember síðastliðnum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Útgreiðslur FSCS vegna falls KSF voru fjármagnaðar með láni frá ríkissjóði Bretlands. Því eru það breskir skattgreiðendur sem bera skaðann.

Áætlun FSCS gerir ráð fyrir að 50 til 70 prósent af kostnaði vegna flutnings reikninganna yfir til ING fáist til baka.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .