Til lengdar gengur ekki upp að hækka laun umfram framleiðslugeta í hagkerfinu. Þetta segir Þórarinn G. Pétusson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Laun hækkuðu meira á síðasta ári en talið var geta samrýmst markmiðum um verðbólgustig í landinu. Þórarinn segir þetta eiga sér sínar skýringar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ásdís Kristjánsdóttir, formaður efnhagssviðs Samtaka atvinnulífsins, benti á að mat Seðlabankans að hækkun launavísitölu umfram fjögur prósent myndi ógna verðbólgumarkmiði. Hinsvegar hafi vísitalan hækkað um sex prósent en verðbólga farið í 0,8%. Þórarinn segir að ef laun hækki um sex prósent á ári á meðan framleiðni aukist um tvö þá muni verðbólgu ekki verða haldið innan markmiða í 2,5%.