Greiningardeild Arion banka og Júpiter rekstrarfélag efast um ágæti svokallaðrar fjárfestingaleiðar, sem Seðlabanki Íslands kynnti í síðustu viku.

Leiðinni er gert að hleypa erlendum aðilum í fjárfestingar hérlendis, þar sem helmingur upphæðarinnar fæst í gjaldeyrisútboði Seðlabankans eða í aflandskrónum. Um er að ræða næsta skref í afnámi gjaldeyrishafta.

Greiningardeildin og Júpiter efast hins vegar um að hún muni skila þeim árangri sem henni er ætlað, og fjárfestingar fyrir tilstilli hennar verði litlar. Í vikunni sendu aðilarnir frá sér sitt hvort fréttabréfið um fjárfestingarleiðina.

Báðir telja skilyrði sem erlendir aðilar þurfa að uppfylla til að fjárfesta samkvæmt leiðinni of flókin og þung í vöfum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.