Gengið verður til þingkosninga á Spáni á sunnudaginn kemur. Efnahagsmálin eru í brennidepli enda eru teikn á lofti um að spænska hagkerfið sé að renna inn í samdráttarskeið eftir áratuga langt góðæri. Niðursveifla á fasteignamarkaðnum gerir ástandið verra sökum mikilvægis byggingariðnaðarins fyrir þetta stjörnuhagkerfi Evrópu og á sama tíma er viðskiptahalli mikill og jafnframt er verðbólguþrýstingur.

Ástandið er ekki síður áhugavert út frá þeirri staðreynd að Spánverjar eru aðilar að evrusvæðinu og því er ekki hægt að nota peningamálastefnuna til þess að stýra hagkerfinu í átt að jafnvægi. Leiðtogar stærstu flokkanna, Sósíalistaflokksins og Þjóðarflokksins, boða hins vegar skattalækkanir til þess að rétta kúrsinn.

Nánar er fjallað um kosningarnar á Spáni í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .