Óvissa á Spáni vegna evrukreppunnar veldur því að áformum um kísilmálmframleiðslu á Grundartanga seinkar, að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Elkem á Íslandi. Spánn er stór markaður fyrir sólarkísil.

„Það er kyrrstaða í öllum málum,“ er haft eftir Einari í Morgunblaðinu í dag. Evrópa sé helsti markaðurinn og ef það hægi frekar á efnahagslífi í álfunni muni það hafa áhrif bæði á magn og verð. Kínverska ríkið á 80% hlut í móðurfélagi Elkem en rætt hefur verið um fjárfestingu upp á 129 milljarða.