Tæp 40% kostnaðar við að byggja hús fer í efniskaup og um 17% renna til þeirra sem sjá um verkstjórn, eftirlit og verkamannavinnu. Þannig skiptist kostnaðurinn eftir nýjustu byggingarvísitölu Hagstofunnar og Samtök atvinnulífsins tóku saman.

Aðrir þættir vega minna en þeirra stærst er vinnuhlutinn, rúm 12%. Þá fer á bilinu 4-7% kostnaðar í hvert atriða sem snýr að vélavinnu, raflögnum, pípulögnum, múrverki og málun. Ódýrast er að leggja gólf, það er einungis tæpt 1% af heildarkostnaði. Má þó gera ráð fyrir að ljúka þurfi öllu áðurtöldu áður en gólfið er lagt. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,3%.