Eggert Magnússon hefur stefnt Björgólfi Guðmundssyni og knattspyrnufélaginu West Ham fyrir samningsbrot, og krefst ríflega 200 milljóna króna vegna vanefnda á starfslokasamningi.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær.

Eggert tók við starfi stjórnarformanns hjá enska knattspyrnufélaginu West Ham haustið 2006, eftir að Björgólfur Guðmundsson keypti meirihluta í félaginu. Björgólfur leysti Eggert frá störfum í september á síðasta ári og gerði við hann starfslokasamning.

Samkvæmt samningnum keypti Björgólfur hlut Eggerts í West Ham, sem Eggert átti í gegnum hlutafélag í Lúxemborg.

Sjá frétt RÚV.