Egyptar munu halda áfram að semja um lán við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um 4,8 milljarða dollara lán sem á að bjarga málum þar í landi. Samningar voru settir á ís þegar pólitískur órói myndaðist vegna nýrrar stjórnarskrár. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Hisham Kandil, forsætisráðherra Egyptalands, sagðist vonast til þess að engar breytingar yrðu á þessum áformum en sjóðurinn mun koma til Egyptalands í janúar til að halda áfram viðræðum um lánið. Hann sagði þetta í framhaldi af umræðu um egypska pundið sem náði sögulegu lágmarki gagnvart bandarískum dollara.