Evrópski fjárfestingabankinn, European Investment Bank, (EIB) hefur stækkað skuldabréfaútgáfu sína í íslenskum krónum um þrjá milljarða, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Útgáfan er sú fyrsta síðan Seðlanbankinn hækkaði stýrivext um 75 punkta í 11,25% á lok mars, og sú fyrsta síðan neikvæðar greiningar erlendra aðila leiddu til mikillar lækkunar á hlutabréfamarkaði og veikingu krónunnar.

Heildarútgáfa EIB nemur nú 26 milljörðum króna. Bréfin voru seld undir pari á 96,485.