Hæstu greiðslurnar frá Alþingi á þessu ári fær Sjálfstæðisflokkurinn eða 84,8 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.

Segja má að fjármál Sjálfstæðisflokksins séu í sérflokki, enda stærsti stjórnmálaflokkur landsins, með flesta kjörna fulltrúa. Tekjur flokksins voru 70% hærri en tekjur næstveltuhæsta flokksins.

Eignir flokksins eru metnar á 807 millj­ónir króna, en þar af er stærsta eignin höfuðstöðvar flokksins, Valhöll. Ekki kemur fram í uppgjörum félagsins hvert bókfært virði Valhallar er en fasteignamat hússins er 480 milljónir króna. Eigið fé Sjálfstæðisflokksins nemur 376 milljónum króna og er tífalt hærra en samanlagt eigið fé hinna flokkanna sem eiga kjörin fulltrúa á Alþingi.

Skuldir flokksins nema 434 milljónum króna. Flokkurinn fékk tæplega 100 milljónir króna frá ríkissjóði og 17,8 milljónir króna frá sveitarfélögum á síðasta ári. Þá fékk flokkurinn 60 milljónir króna í framlög frá lögaðilum og einstaklingum en þar af komu 40 milljónir frá einstaklingum. Það voru áberandi hæstu framlögin frá einkaaðilum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .