Uppfært : Upphaflega stóð í fyrirsögn að Michael Jenkins væri eigandi í Fréttatímanum. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Sjá hér.

Bandaríski fjárfestirinn Michael Jenkins, hefur í gegnum fjárfestingarfélag Þórsgarð og með meðeigendur sínum tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og skipt erlendum gjaldeyri fyrir krónur. Félagið hefur keypt fasteignir hér á landi fyrir á annan milljarð króna og ætlar að halda því áfram.

Þetta staðfestir Valdís Fjölnisdóttir, annar framkvæmdastjóri Þórsgarðs og stór hluthafi í félaginu. Jenkins á helmingshlut í Þórsgarði á móti Valdísi og Eygló R. Agnarsdóttur.

Á meðal eigna Þórsgarðs í Reykjavík eru Kirkjuhvoll, Templarasund 3 sem er á næsta horni og Kaaber-húsið þar sem Fréttatíminn, Fíton auglýsingastofa og Þórsgarður eru til húsa. Auk þess á hann íbúðablokkir í Garðabæ, Hafnarfirði og í Kópavogi.

Nánar er fjallað um fasteignaviðskipti Jenkins í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Stjórnendur Össurar fá kauprétt í félaginu
  • Klakki gerir sátt við Kaupþing um milljarðaskuldir frá tímum Existu
  • Kvótafrumvörp keyra niður veðsetningarhlutfall á skuldabréfi nýja Landsbanks
  • Allir geta nálgast gögn Rannsóknarnefndar Alþingis
  • Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga og LSR náðu ekki viðmiðum sínum
  • Aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka
  • Margrét Guðmundsdóttir hjá Icepharma í ítarlegu viðtali
  • Allt um nýja, flotta og kraftmikla bíla
  • Prjónastæðið í 101 Reykjavík
  • Hver er veiðisjúklingurinn Vilmundur Jósefsson?
  • Huginn og muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem fjallar um fundahöld forsætisráðherra
  • Óðinn fjallar um nauðsynlegustu hliðar kvótafrumvarpanna
  • Leitað að ástæðum fyrir miklum vinsældum Snaps
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...