*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Erlent 14. maí 2018 11:40

Eigandi Grímsstaða ríkastur á Bretlandi

Ríkasti Bretinn er stóreignamaður á Íslandi.

Ritstjórn
Jim Ratcliffe er nú ríkasti maður Bretlands.

Samkvæmt lista frá Sunday Times er bretinn Jim Ratcliffe orðinn ríkasti maður Bretlands en greint er frá málinu á vef Guardian. Hann var áður í 18.sæti.

Ratcliffe er eigandi Grímsstaða á Fjöllum auk þess sem hann á jarðir við Hafralónsá í Þistilfirði og þrjár laxveiðiár í Vopnafirði. En kaup hans á þessum eignum vöktu töluverða athygli á sínum tíma.

Ratcliffe er forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins Ineos Group Limited, en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í efnavinnslu.

Ienos sem var stofnað árið 1998 er með 18.500 starfsmenn í vinnu og hefur verið afar umdeilt vegna áfroma sinna um að vinna jarðgas með svokölluðu bergbroti. 

Á 60% hlut í fyrirtækinu.

Auðæfi Ratcliffe eru nú 21 milljarðar punda en auðæfi hans jukust um 15 milljarða punda milli ára. Ástæðan fyrir þessari hækkun er talin vera sú að virði Ienos hefur hækkað milli ára. Í fyrra nam hagnaður þess rúmum 2,2 milljörðum punda.