Með fjárfestingarleið Seðlabankans geta þeir sem eiga gjaldeyri nú gert mun hagstæðari fjárfestingar á Íslandi en aðrir. Gott dæmi um þetta eru kaup á fasteignum. Þeir sem eiga gjaldeyri geta skipt honum í krónur til að fjárfesta, til dæmis kaupa húsnæði, og fengið mismuninn á útboðsgengi Seðlabankans og álandsgengi krónunnar greiddan hjá Seðlabankanum.

Tökum sem dæmi Íslending sem á umtalsverða fjármuni í erlendri mynt. Viðkomandi ákveður að kaupa fasteign á Íslandi og kemur með 1 milljón evra til landsins. Milljónina selur hann hjá sínum viðskiptabanka og fær samkvæmt núverandi gengi um 169 milljónir króna.

Samkvæmt reglum Seðlabankans þarf að minnsta kosti sömu fjárhæð króna að vera varið í venjulegum viðskiptum við fjármálastofnanir og varið er í fjárfestingarleið Seðlabankans. Viðkomandi tekur því þátt í fjárfestingarleiðinni með 500 þúsund evrum. Mismunur á útboðsgengi og álandsgengi fæst þá endurgreiddur sem í þessu tilviki er: 500 x (240-169) = 35.500. Þá er miðað við útboð Seðlabankans sem fór fram í febrúar.  Það eru því 35 milljónir sem viðkomandi eru endurgreiddar fyrir að gera þessa fjárfestingu á Íslandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Ekki víst hvort Björgólfur Thor fái nokkuð fyrir Actavis
  • Ekkert varð af kaupum Kaldbaks á Styrki Invest
  • Afkoma Tryggingamiðstöðvarinnar krufin til mergjar
  • Eigendur aflandskróna frá milljarða í vaxtagreiðslur
  • Jón Gerald Sullenberger opnar sig í ítarlegu viðtali
  • Liðin í NFL-deildinni eru verðmætustu íþróttafélögin
  • Óðinn fjallar um meðvirkni Bankasýslunnar
  • Allt um námshestinn Stefán Eiríksson lögreglustjóra
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Týr fjallar um mögulegt forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur
  • Dægurmál, markaðsmál, þjóðmál og fólk á sínum stað
  • Myndasíður, umræður, pistlar og margt, margt fleira...