Hrein eign lífeyrirssjóða var 2.006 milljarðar króna í lok maí og hækkaði um 22,8 milljarða króna í mánuðinum sakvæmt hagtölum Seðlabankans. Þetta er í fyrsta skipti sem eignir lífeyrissjóða fara yfir tvö þúsund milljarða króna er fram kemur í greingarefni IFS.

Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkissins
Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkissins
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Innlend verðbréfaeign hækkaði um 30,3 milljarða króna og nam 1.438 milljörðum króna. Erlend verðbréfaeign hækkaði um 10,5 milljarða króna og nam 496,7 milljörðum króna. Sjóður og bankainnistæður lækkuðu um 16,3 milljarða króna og námu 139,2 milljörðum króna.